mynd
 
Ragna Björk


Fyrsta strætóferðin

Þann 22. júní 2007 fór ég í fyrsta skipti í strætó. Mamma labbaði með mig í vagninum frá Arnarsmáranum og upp í Hamraborg til að setja bréf í póst. Ég hafði það ósköp huggulegt í vagninum og hefði alveg getað haldið göngutúrnum áfram, en mamma var orðin eitthvað móð og ákvað að við færum heim í strætó. Eitthvað var mamma nú lítið hrifin af því að fara með vagninn í strætó þegar upp var staðið. Í fyrsta lagi stoppaði bílstjórinn alltaf svo langt frá gangstéttarbrúninni að það myndaðist gjá og aðrir farþegar þurftu að hjálpa með vagninn inn og út. Síðan fór bílstjórinn svo kröftuglega í beygjurnar að það var eins gott að mamma stóð alveg upp við vagninn því annars hefði hann flogið á hliðina, mamma rétt náði að stoppa vagninn í eitt skiptið!

Við mamma förum pottþétt aftur í strætó saman, sérstaklega þegar það verður orðið frítt í strætó í Kópavogi. En þá verður vagninn sko ekki með í för!