mynd
 
Ragna Björk


Sefur alveg ein

Pabbablogg. Á föstudaginn var stór dagur þegar Ragna Björk svaf ein og óstudd. Sökum bakflæðisins höfum við hækkað dýnuna upp og að auki notað bakflæðisdýnu sem hefur haldið henni fastri í miðjunni með vel hækkað upp undir hausinn. Bakflæðið hefur hins vegar nær alveg horfið þó að einstaka sinnum komi smá sletta.

Við höfðum lækkað dýnuna sjálfa en notuðum ennþá bakflæðisdýnuna þangað til á föstudaginn að ég tók hana, við höfðum mestar áhyggjur af því að hún myndi prufa veltistílinn sinn og enda annaðhvort með andlitið á milli rimlanna eða færi 180° hring og endaði undir sænginni. Undanfarnar nætur hefur hún sannað að hún kann alveg að sofa ein og óstudd og gert hvorugt af þessu. Hins vegar virðist hún hafa lært þann ósið af mömmu sinni að sparka sænginni af sér.


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
02.07.2007 23:08:10
Dugleg stelpa.
Gott að vera laus við þessa bakflæðisdýnu, sem Ragna Björk er vonandi alveg laus við til frambúðar.
Mamma hennar hefur lifað góðu lífi með sinn ósið svo þetta ætti ekki að vera neitt hættulegt.
Kær kveðja til ykkar allra,

Þetta lagði Amma á Selfossi í belginn
09.07.2007 10:20:41
Bara svo það komi fram að ósiður mömmunnar, ef ósið skal kalla, er að sparka alltaf af sér sænginni. Reyndar veit Jói betur hvernig hún hagar sér í rúminu í dag.
Þetta lagði Amma á Selfossi í belginn