mynd
 
Ragna Björk


4 mánaða í dag :)

Ragna Björk á 4 mánaða afmæli í dag og í tilefni dagsins er komin ný mynd á forsíðuna. Reyndar er myndin fjórskipt því það komu svo margar sniðugar myndir í myndatökunni áðan. Svo er líka vel við hæfi að birta 4 myndir á 4 mánaða afmæli. Nýja forsíðumyndin er nú líklega það eina sem gert verður til hátíðabrigða í tilefni af "afmælinu", enda varla vanalegt að halda afmælisveislu í hvert skipti sem mánuður bætist við ;)

Annars er litla skottan kát og hress. Hefur reyndar verið að gubba pínulítið meira síðastliðna viku (fann greinilega á sér að pabbi hennar hafði bloggað um hvað hún væri farin að gubba sjaldnar... ;)) og notar því nokkuð marga smekki yfir sólarhringinn. En þar fyrir utan er bara stuð og gaman, endalaus bros og hláturskrækir. Finnst gaman að sitja í rólunni sinni, í ömmustólnum, liggja á leikteppinu en best af öllu er samt enn að vera í fanginu á mömmu eða pabba ;) Svo er hún búin að finna upp nýjan leik þegar hún er að drekka, tekur nokkra sopa, sleppir svo brjóstinu og brosir glettnislega til mömmu sinnar áður en hún tekur aftur til við að drekka. Þetta er endurtekið nokkrum sinnum og ef mamman kíkir ekki strax þá bara bíður daman smá stund því hún veit að mömmunni finnst þetta drepfyndið og getur ekki stillt sig um að brosa á móti :) Sem betur fer er þetta samt ekki í hvert skipti og ég ætti náttúrulega að reyna að horfa eitthvert annað á meðan, en það er eiginlega varla hægt, þetta er alveg bráðfyndið!


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
10.07.2007 19:44:08
Til hamingju með daginn sæta prinsessa! Fyndið þetta með brjóstið því Nína Rakel gerir nákvæmlega það sama... og verður svo brjáluð ef ég tek af henni brjóstið :) En gott að sjá hvað þú braggast vel og ég hlakka til að sjá þig vonandi mjög fljótlega.
Prakkaraknús frá Nínu Rakel
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
10.07.2007 23:34:26
Ohhh þetta er krúttlegast þegar maður fær svona bros á brjósti. Getur ekki annað en brætt mömmuhjartað :) En til hamingju með afmælið stóra stelpa. Aldeilis hvað tíminn líður! Kv. Halla og Daníel Snær
Þetta lagði Halla Sif í belginn