mynd
 
Ragna Björk


Nýjar myndir

Það er búið að vera svo mikið að gera síðustu viku að það voru varla teknar neinar myndir af blessuðu barninu! Tja, reyndar voru myndirnar jú 43 talsins en voru teknar við aðeins þrjú tækifæri, þannig að stór hluti þeirra er "eins" (þó í augum móðurinnar séu reyndar engar tvær myndir eins ;)...). Ég setti 34 þeirra inn á albúmið - ætlaði að skera meira niður því það eru svona margar líkar, en þar sem þetta er minna af myndum en vanlega þá leyfði ég þeim bara að vera þó svona margar. Veit því ekki hvort það verða nema áhugasömustu lesendur sem nenna að fara í gengum þær allar í þetta skiptið :)

Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
15.07.2007 21:41:42
Algjör rúsína... þó svo að myndirnar væru 1000 þá færi ég í gegnum þær:)
Þetta lagði Sigrún í belginn