mynd
 
Ragna Björk


Bleyjuhappdrættið

Fyrstu bleyjurnar sem við notuðum á dömuna voru Libero og við vorum mjög ánægð með þær. Þegar kom að því að skipta yfir í næstu stærð af bleyjum keyptum við Pampers og vorum jafnvel enn ánægðari með þær.

Hins vegar finnst okkur pínu óþægilegt að Pampers virðist vera með tvær útgáfur í gangi af sömu bleyjunum og við sjáum engan mun á pökkunum. Önnur týpan er með mun betri teygju í hliðunum og passar því miklu betur. Við myndum að sjálfsögðu gjarnan vilja kaupa hana frekar en getum varla farið að rífa upp pakkana í búðinni til að kanna um hvora týpuna er að ræða. Erum nýbúin að klára stóran tilboðspakka sem var einmitt með leiðinlegu teygjunni og vorum því frekar svekkt að pakkinn sem ég keypti um síðustu helgi var líka svoleiðis. En hann var nú sem betur fer einfaldur og því hægt að gera aðra tilraun til að kaupa réttu bleyjurnar fljótlega.

Einhver sem þekkir vandamálið og veit hvernig hægt er að spotta þessar með ofurteygjunni?


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
18.07.2007 22:02:36
Þori einmitt ekki að kíkja í mega bleyju pakkann sem ég var að kaupa!!! Örugglega ekki góða týpan...
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
19.07.2007 09:29:54
Þetta virdist bara vera happ og glapp... hef fengid bæði svona tilboðspakka með góðu týpunni og vondu týpunni....
Þetta lagði Ingunn í belginn
19.07.2007 11:35:28
Það voru teygjur á megableyjupakkanum sem ég keypti í Krónunni :) En það var stærð 4...
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
20.07.2007 00:03:48
Híhíhí!!!!

Þetta lagði Rakel í belginn