mynd
 
Ragna Björk


Góðan daginn, mamma!

Ég vaknaði af sjálfsdáðun í morgun - það gerist ekki oft, yfirleitt sér lítil dama um að vekja mömmu sína... ;) og sneri mér til vinstri til að athuga hvort dóttirin væri vöknuð. Við mér blasti þessi skemmtilega sýn :)

morgunn160707a.jpg
 morgunn160707b.jpg

Eins og sjá má á myndunum erum við með lítið gægjugat á rúminu svo að við getum kíkt á hana án þess að þurfa alltaf að reisa okkur upp úr rúminu (og trúið mér, það munar heilmiklu! ;)). Í morgun var mín sem sagt bara vöknuð og var að dunda sér sallaróleg við að reyna að snúa sér í rúminu. Þegar mamman kíkti á hana í gegnum gatið blöstu við stóru augun og stórt bros. Ekki leiðinlegt að vakna við svoleiðis skal ég segja ykkur :)

 


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
16.07.2007 21:52:40
Ohhh bara best í heimi :)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
17.07.2007 15:10:17
Dúlludós
Oh hvað hún er mikil dúlla.....já yndislegt að vakna við svona sólskinsbros !
Þetta lagði Elva Rakel í belginn