mynd
 
Ragna Björk


Sneri í fyrsta skipti yfir á magann

Þann 24. júlí sneri ég mér í fyrsta skipti frá bakinu yfir á magann. Pabbi hafði lagt mig á leikteppið inni í stofu meðan hann var að vinna í tölvunni. Allt í einu kom mamma auga á mig á maganum og fór að velta fyrir sér hvort hún hefði ekki örugglega verið nýbúin að sjá mig á bakinu. Jú, það passaði - ég var í fyrsta skipti búin að snúa mér yfir á magann. Myndavélin var að sjálfsögðu gripin um leið (mamma mín er nefnilega myndasjúk!) og tekin mynd af mér þar sem ég lá þarna í makindum á maganum. Ætli þetta þýði ekki stanslausar æfingar á næstunni þar til mamma nær þessu mikla afreki á myndband...? ;)

Fyrsta skipti á magann