mynd
 
Ragna Björk


Er hún að koma...?

Við höfum sterkan grun um að Ragna Björk sé að byrja að taka tennur. Hún slefar nú margfalt á við áður, reynir að sjúga sig fasta á allt sem fyrir verður og er svakalega ergileg og pirruð. Mjólkin datt slatta niður hjá mér í veikindunum mínum í síðustu viku og við héldum að hún væri bara pirruð út af því. En nú virðist mjólkin komin aftur og það er greinilega eitthvað annað að pirra hana. Svo er hún farin að vakna á nóttunni og drekka en það er hún ekki vön að gera. Þetta virðist því einna helst líta út fyrir að vera byrjun á tanntöku samkvæmt öllu.

Ef rétt reynist og fyrsta tönnin er lögð af stað einhvers staðar uppi í gómnum þá er líklega skemmtilegur tími framundan...


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
08.08.2007 17:02:18
Guð veri með Rögnu, En sérstaklega Mömmu og Pabba sem munu ekki fá svefn næstu 12 mánuði ;)
Þetta lagði Kári í belginn
08.08.2007 20:25:57
Engar áhyggjur, ef við verðum orðin örmagna sendum við hana bara í næturpössun til Kára frænda ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn