mynd
 
Ragna Björk


Mömmuklúbburinn stækkar! :)

Við Ragna Björk skelltum okkur í mömmuklúbb hjá Örnu í gær. Við vorum reyndar bíllausar en fengum far með Höllu og Daníel Snæ á staðinn og með Önnu Kristínu, Dóru og Max Emil heim. Það er alltaf jafnskemmtilegt að hittast, sjá krakkana stækka og ræða hvað við eigum allar yndisleg og frábær börn. Dóra sagði okkur að hún væri nú alveg til í að fara að koma sínum bumbubúa í heiminn en hún var sett eftir viku. Þið takið kannski eftir að ég segi "var" því jú, litli strákurinn hennar kom í heiminn í nótt. Hann hefur pottþétt heyrt í okkur og viljað drífa sig í fjörið! 

Til hamingju, Dóra og Ægir! Það verður gaman að hitta nýjustu viðbótina í mömmuklúbbnum :)

Nú eru því þrír myndarpiltar með afmælisdaga í röð, Jón Grétar hennar Helgu Sigrúnar þann 13., Jói minn þann 14. og strákurinn hennar Dóru þann 15.
Ágústmánuður greinilega góður.


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!