mynd
 
Ragna Björk


Tennurnar mínar

Fyrsta tönnin mín fannst þann 17. ágúst 2007, þegar ég var rétt rúmlega 5 mánaða gömul. Næsta tönn fylgdi fljótt á eftir og fannst óyggjandi þann 20. ágúst. Ég er að sjálfsögðu ákaflega stolt af flottu tönnunum mínum, en er samt ekki alltaf á því að leyfa fólki að skoða þær. Mamma og pabbi virðast líka stolt af því að ég skuli vera komin með tennur, en samt var mamma bara hálffúl við mig þegar ég prufukeyrði þær með því að bíta hana í geirvörtuna meðan ég var að drekka. Ekkert má maður gera! ;)

 

tanngardur_13tennur.jpg