mynd
 
Ragna Björk


Fyrsta kvefið

Ragna Björk er nú búin að ná sér í sitt fyrsta kvef og kannski ekki skrýtið þegar foreldrarnir eru báðir að drukkna úr kvefi.

Hún er með pínu stíflað nef, rennur úr augum, sefur lítið sem ekkert yfir daginn og vaknar nokkrum sinnum á nóttu, lösnum foreldrunum til mikillar gleði eða þannig... En hún er a.m.k. ekki með hita svo að þetta virðist bara vera svona týpískt nefkvef. Vonum bara að það fari ekki yfir í að vera neitt meira.

Nú reynum við bara að hjúkra litlu skottunni með Nezerili og faðmlögum og leyfum henni að drekka á klukkutíma fresti meðan hún vakir. 


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
28.08.2007 13:52:07
Kvefuð skotta
Æ, æ, það er ekki gott að fá kvef en það hlaut svo sem að koma að því einhvern tíma ef þú líkist foreldrunum eitthvað. Ef amma getur eitthvað hjálpað til þá lætur þú mömmu eða pabba hringja
Þetta lagði Amma Björk í belginn
28.08.2007 17:31:37
Æi litla múslan... Vonandi batnar þér fljótt :)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
28.08.2007 17:38:21
Styrkir ónæmiskerfið
Frænka biður að heilsa þér, snúlla mín. Huggun harmi gegn er að þetta styrkir víst ónæmiskerfið, þó kvef sé alltaf leiðinlegt.
Ragnar skila bestu kveðju.

Guðbjörg frænka
Þetta lagði Guðbjörg Oddsd. í belginn