mynd
 
Ragna Björk


Fyrsta nótt í eigin herbergi

Aðfararnótt laugardagsins 29. september 2007 svaf Ragna Björk sína fyrstu nótt í eigin herbergi, þá 6 mánaða og 3 vikna gömul. Talið er ágætt að setja börn í eigið herbergi milli 6 og 9 mánaða aldurs, þegar hægt er að koma því við, eða bíða annars þar til þau eru 15 til 16 mánaða gömul. Við tókum þá ákvörðun að færa hana í hennar eigið herbergi núna frekar en að bíða svo lengi. Okkur fannst það einnig góð hugmynd þar sem mæðgurnar höfum verið að vekja hvora aðra að óþörfu, en þær bylta sér báðar frekar mikið í sínum rúmum.

Þessi fyrsta nótt gekk mjög vel fyrir sig, stóra stelpan okkar sofnaði hálftólf og svaf til klukkan sjö í morgun án þess að þurfa nokkra þjónustu.

herbergid290807.jpg

Alsæl í nýja herberginu sínu!