mynd
 
Ragna Björk


Fyrsti tannburstinn

fyrsti_tannburstinn.jpgÞegar fyrstu tennurnar mínar voru komnar, fóru mamma og pabbi að huga að hreinsun þeirra. Til að byrja með voru agnarsmáir tanntopparnir hreinsaðir með blautri grisju en þegar tennurnar voru komnar lengra upp var fjárfest í fyrsta tannburstanum mínum. Mamma valdi að sjálfsögðu bleikan bursta handa mér ;)

Þó ég haldi sjálf á tannburstanum á myndunum hér til hliðar, þá var það nú undantekning. Mamma og pabbi sjá að sjálfsögðu alltaf um að bursta fyrir mig.