mynd
 
Ragna Björk


Afmælisveislurnar búnar

Þó Ragna Björk verði ekki eins árs fyrr en á morgun, þann 10. mars, þá er nú þegar búið að halda henni tvær afmælisveislur! Á laugardeginum komu nokkrir fjölskylduvinir í heimsókn ásamt sínum börnum og það var kátt á hjalla. Rögnu Björk fannst gaman að fá alla krakkana í heimsókn og allir skemmtu sér vel. Í dag var síðan afmælisboð fyrir fjölskylduna og það var ekki síður fjörlegt og skemmtilegt.

Litla skottan var nú samt hálflúin eftir þetta allt saman og lak örmagna út af í kvöld og steinsofnaði.

Uppfært: Komið er myndband frá afmælisveislunum.

Á morgun, á afmælisdeginum sjálfum, ætlum við fjölskyldan svo að hafa það huggulegt saman. Við Jói erum bæði í fríi á morgun, en ég byrja ekki að vinna aftur fyrr en á þriðjudag, svo að við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt saman og eiga góðan dag.

1afmaelirb.jpg

Í síðasta mömmuklúbb vorum við mömmurnar aðeins að ræða afmælismálin og vorum að velta fyrir okkur hvort við yrðum ekki alveg svakalega meyrar þegar dagurinn rynni upp. Hvort fæðingarferlið rifjaðist ekki upp eins og það leggur sig. Og það er nú þegar byrjað ;) Jói sagði við Rögnu Björk fyrr í kvöld "já, á þessum tíma fyrir nákvæmlega ári síðan" var mamma þín á árshátíð og Arna minntist einnig á það í orðabelgnum við síðustu færslu hérna á síðunni. Um hálftvö-leytið á ég örugglega eftir að liggja andvaka með bros og vör og rifja upp fyrstu hríðarnar - sem ég hafði reyndar ekki hugmynd um að væru hríðar... ;) Held samt að ég ætli ekkert að rifja endasprettinn alltof vel upp, bara hápunktinn þegar Ragna Björk loksins kom í heiminn. Undir lokin var ég nefnilega verulega farin að velta fyrir mér hvort ég hefði ekki verið með réttu ráði þegar ég ákvað að fá ekki mænudeyfingu... En var síðan mjög ánægð með þá ákvörðun þegar upp var staðið, svona eftir á! ;)

 


Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
09.03.2008 22:07:23
Takk fyrir okkur:) Þetta var rosa gaman og mjög vel heppnuð fyrsta afmælisveisla. Úffff já hvað maður á eftir að verða meyr!! Ég var einmitt að hugsa það í kvöld að nú hefði hún Sigurrós verið á árshátíð fyrir ári síðan :D hehe...maður lifir sig svo inn í þetta.
Þetta lagði Halla og Daníel Snær í belginn
09.03.2008 22:55:53
Það er ekki að spyrja að myndarskapnum í þér, Sigurrós. Þú hefur heldur betur verið í essinu þínu hvað bakstur varðar:) Þykir leitt að hafa misst af fyrstu afmælisveislunni en ég kíki á ykkur í páskafríinu:)
Þetta lagði Sigrún i Mosó í belginn
10.03.2008 08:55:03
Til hamingju með daginn elsku vinkona :)
Þetta lagði Nína Rakel í belginn
10.03.2008 09:36:57
Innilega til hamingju með fyrsta alvöru afmælið:D
Knús,
Lena
Þetta lagði Lena í belginn
10.03.2008 10:30:34
Til hamingju með eins árs afmælið þitt elsku Ragna Björk. Njóttu dagsins með mömmu og pabba sem eiga sko aldeilis eftir að dekstra við þig.
Knús frá okkur úr 16
Helga Sigrún og Jón Grétar
Þetta lagði Helga Sigrún í belginn