mynd
 
Ragna Björk


Byrjuð hjá dagmömmu

280608.jpgAlgjör skandall að síðasta færsla hér á síðunni sé síðan um miðjan maí! Held að orðspor mitt sem tölvunörd hljóti að fara dvínandi... ;)

Aðalfréttirnar af litlu manneskjunni er nú þær að hún er eiginlega hætt að vera lítil og orðin svaka stór. Hún er nefnilega byrjuð hjá dagmömmu :) Byrjaði í aðlögun núna fyrir helgi og verður vonandi farin að vera allan tímann um miðja næstu viku. Hún er reyndar bara stutt núna, eða fram til 18. júlí, og byrjar svo af fullri alvöru 1. september.

Okkur líst ofsalega vel á dagmömmuna eða réttara sagt dagmömmurnar, því þær eru nefnilega tvær saman með samtals 10 kríli. Þær kalla staðinn Bangsakot sem er auðvitað alveg svakalega sætt, og rýmið sem krakkarnir leika sér í inni er allt skreytt með veggmyndum af Bangsímon og félögum, ásamt fleiri myndum. Rögnu Björk virðist líka lítast vel á, alla vega var hún alveg sátt að vera skilin eftir þar í klukkutíma á föstudaginn og fannst svaka sport að leika með krökkunum úti á palli.

Læt fylgja með þessari frétt mynd af skvísunni þar sem hún er að æfa sig fyrir meiraprófið á leikskólalóð niðri við Lækjarsmára. Bíbb bíbb! :)


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
28.06.2008 21:17:13
Það hefur þá ekkert orðið úr "ælupestinni"!:)
Leiðinlegt hvað þið gátuð stoppað stutt! Hjá mér urðu eftri snuð og dós!
Þetta lagði Rakel í belginn
29.06.2008 00:33:29
Nei, hún gubbaði sem betur fer ekki meira. Frekar fúlt að enda góðan hitting svona, eiginlega áður en hann byrjaði almennilega!
Við mæðgur verðum bara að kíkja aftur í heimsókn, svona til að sækja snuðið (sem ég var einmitt að svipast um eftir) og dósina. Lofum að gubba ekki út pallinn í það skiptið ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn