Nú er aðlögun Rögnu Bjarkar hjá dagmömmunum búin og daman var í dag heilan dag (sem í hennar tilviki er til kl. 14) í Bangsakoti. Það gekk víst mjög vel og við vonum bara að það haldist áfram. Hún grét þegar ég fór en hætti fljótt og skemmti sér síðan bara konunglega með hinum krökkunum. Við höfðum haft áhyggjur af hvernig yrði með blundinn hennar því við höfum aldrei látið hana sofa úti í vagni fyrr. Reyndar hefur hún ekki notað vagninn sinn síðan síðasta sumar, þar sem við höfum aðallega notað kerru fyrir hana þegar við förum út. Þannig að við höfðum skiljanlega smá áhyggjur. En það reyndist óþarft, hún kvartaði víst aðeins þegar hún var lögð í vagninn og sett í beislið, en sofnaði síðan tiltölulega fljótt og svaf í 2 tíma. Vonandi var þetta ekki undantekning og að hún haldi áfram að vera svona dugleg að sofa í vagninum.
Það væri nú pínu skondið að hafa samband við dagmömmuna sem Gréta dagmamma hafði bent okkur á og láta hana vita af þessu. Við vorum komin með pláss hjá henni en það gekk ekki upp því hún hélt því nefnilega fram að Ragna Björk væri sko orðin alltof gömul til að kenna henni að sofa í vagni... ;)
Enginn hefur lagt orð í belg!