mynd
 
Ragna Björk


Ungbarnaeftirlitið

Ragna Björk fór í reglubundna skoðun í ungbarnaeftirlitinu í dag. Hún hafði þyngst um 425 g á þessum rúmlega tveimur vikum, eða ca. 26,5 g á dag. Hún er því rétt rúmlega fimm kíló núna og heldur sig akkúrat á normalkúrfunni.

Hins vegar er nú ekki alveg normalt að sjá þurrkinn á höfðinu á barninu og við ráðfærðum okkur við hjúkrunarfræðinginn og lækninn sem tóku á móti okkur í eftirlitinu í dag. Hún var komin með svokallaða skóf í hársvörðinn, en það er eins konar þurrkur sem myndast oft hjá ungbörnum vegna vanþroskaðra fitukirtla. Ekkert til að hafa áhyggjur af og truflar mömmurnar yfirleitt frekar en börnin því það er jú ekki sérstaklega fallegt að sjá þetta. Hins vegar virðist Ragna Björk hafa ákveðið að taka þetta með trompi, rétt eins og hún gerði með hormónabólurnar, en það lítur helst út fyrir að barnið sé að skipta um ham á höfðinu. Þeim fannst líka í eftirlitinu að þetta væri nú svona með því meira en þetta væri samt bara þessi skóf og myndi jafna sig. Við höfum verið að bera ólífuolíu og Weleda-vörur á þetta en ekki dugað. Nú ætlum við að prófa Salecilvaselín á og vonum að það geri gagn. Eigum svo að mæta með hana eftir helgi í smá aukatékk til að athuga hvort þurrkurinn hafi eitthvað lagast.

Annars fannst mér pínu fyndið þegar við Ragna Björk litum við í Hlíðaskóla í gær, að ég fékk a.m.k. 6 mismunandi ráðleggingar um hvernig ég ætti að meðhöndla skófina... Allir reiðubúnir að hjálpa :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
11.05.2007 23:20:37
Úff, sagði ég þér ekki bara að kroppa!!? En það má víst ekki!
Þetta lagði Rakel í belginn