mynd
 
Ragna Björk


Fyrsti fundur mömmuklúbbsins

Eins og ég hef nefnt áður annars staðar, þá fæddust nokkur lítil kríli í kringum okkur stuttu eftir að Ragna Björk kom í heiminn. Mér fannst tilvalið að við gætum hist með litlu monsurnar okkar og fyrsti fundur mömmuklúbbsins var því haldinn heima hjá okkur í gær.

Þangað komu Arna og Anna Kristín með sín nýfæddu kríli; Nínu Rakel og Max Emil, Helga með hina 10 mánaða Laufeyju Höllu og Dóra með bumbubúann sinn sem væntanlegur er í heiminn í ágúst. Halla og Daníel Snær komust því miður ekki en geta vonandi verið með næst.

Mér fannst þetta virkilega skemmtilegt og vona bara að hinar séu sammála. Því það væri gaman að hittast oftar, geta spjallað saman og leyft börnunum að umgangast önnur börn (þó það sé auðvitað alveg spurning hversu vel þau skynja það svona lítil...).

***

Það voru smávegis hnökrar á kommentakerfinu hérna á síðunni, það virtist bara vera hægt að kommenta einu sinni við hverja færslu. Nú er ég auðvitað alveg viss um að ótal manns hafi reynt að kommenta frá því síðan opnaði en ekki getað og þess vegna hafi bara verið hámark eitt komment við hverja færslu. En nú er þetta komið í lag svo að ykkur er óhætt að kommenta eins og ykkur lystir! ;) Svo væri nú virkilega gaman að fleiri myndu kvitta í gestabókina, ég hef frétt af ýmsum gestum hér á síðunni sem ekki hafa kvittað. Hér með sendi ég því út gestabókaráskorun, endilega kvittið í gestabókina :) Það þarf ekki að vera nema nafnið ykkar, bara forvitni í mér að vita hverjir eiga leið hingað inn :)


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
15.06.2007 09:12:27
Já þetta var virkilega gaman :) Takk fyrir okkur... EN já alveg rétt ég hef nokkrum sinnum reynt að leggja orð í belg... og ég sem hélt að þetta væri vísbending að ofan um að hætta að tala alltaf svona mikið ;)
Hlökkum annars til að hittast fljótlega aftur!
Þetta lagði Margrét Arna og Nína Rakel í belginn