mynd
 
Ragna Björk


Sækjast sér um líkir

Eins og tryggir lesendur líklega vita, þá hef ég tekið mynd af Rögnu Björk við hlið dúkkustráksins Herberts frá því hún var 7 vikna gömul. Það er gaman að sjá hvernig tognar úr henni við hlið Herberts, sem skiljanlega stækkar ekki neitt.

Hins vegar kom föðuramma hennar auga á það í gær að Herbert virðist nú samt vera að hafa einhver áhrif á dömuna... Hún er í því að setja upp ansi fyndinn svip þessa dagana og ég hafði einmitt velt því fyrir mér á hvað þessi svipur minnti. Amma Björk sá það strax, þetta er nákvæmlega sami svipur og er á Herbert blessuðum....

Set hér mynd af "systkinunum" þar sem bera má saman svipbrigðin. Dæmi svo hver fyrir sig ;)

rbj_h_svipbrigdi020807.jpg


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
03.08.2007 10:49:13
Amma er búin að hlægja sig alveg máttlausa af að horfa á ykkur Herbert. Þú tekur svo sannarlega eftir smáatriðunum í kringum þig elsku nafna mín.
Ömmuknús frá Selfossi.
Þetta lagði Amma Ragna í belginn
03.08.2007 12:36:07
Máltæki
Hér sannast hið íslenska máltæki að "dregur hver dám af sínum sessunaut".
Þetta lagði Magnús Már í belginn
15.08.2007 15:28:26
Snilldarsvipur
Þessi mynd er bara algjör snilld. :)
Kv. Andrea

Þetta lagði Andrea í belginn