mynd
 
Ragna Björk


5 mánaða í dag :)

rbj100807svonastor.jpgRagna Björk er nú orðin 5 mánaða gömul og alveg svakalega stór stelpa eins og hún sýnir ykkur á myndinni hér til hliðar - alveg orðin svoooona stór! ;)

Lífið heldur alltaf áfram að vera skemmtilegt, bæði hjá henni og okkur, og gaman að vera til. Hún er sífellt að uppgötva heiminn betur og betur, vill allt skoða og toppurinn er að ná tangarhaldi á girnilegum hlutum og stinga þeim upp í sig. Þar á meðal eru smekkir, klútar, fingur (eigin og annarra), leikföng, tómar plastflöskur og margt fleira. Hún fálmar eftir flestu sem fyrir augu ber, grípur í nef, munn eða hár á þeim sem halda á henni og þreif m.a. í stórt og mikið kerti hjá ömmu sinni og henti því út á gólf. Henni finnst gaman að láta syngja fyrir sig, finnst pabbi sinni svaka fyndinn þegar hann er að bulla í henni, veltir sér iðulega þar til hún liggur þvert í barnarúminu og horfir afar einbeitt á fótboltaúrslit í sjónvarpinu. Það er nóg að gera hjá lítilli stúlku.

Eins og ég greindi frá um daginn þá grunar okkur að fyrsta tönnin sé lögð af stað einhvers staðar djúpt í tannholdinu, en við finnum reyndar enga bólgu þegar við strjúkum á henni góminn svo að það er smá ráðgáta ennþá. Erum reyndar að vona að þetta sé allt eintómur misskilningur í okkur, ég myndi alveg þiggja það að tennurnar bíði þar til brjóstagjöf er lokið... ;)

Næsta mánudag förum við svo í heimsókn í ungbarnaeftirlitið, fáum næstu bólusetningarsprautu og komumst að því hversu stór stúlkan er í raun og veru orðin. Það er svo svakalega langt síðan síðasta mæling fór fram að nú hefur maður eiginlega ekki hugmynd um hvað hún gæti verið búin að þyngjast mikið. Við höfum engar áhyggjur af henni þó það komi nú stundum gusur af mjólk upp aftur, a.m.k. halda fötin sífellt áfram að þrengjast og styttast svo að eitthvað hlýtur að lenda í mallakútnum.

Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
10.08.2007 20:49:03
Þú ert nú meiri krúsidúllan... til lukku með daginn:)
Þetta lagði Sigrún í belginn
10.08.2007 22:01:33
Til hamingju með daginn elsku nafna mín. Þú ert dugnaðarstúlka. Það verður gaman að heyra hvað þau segja um þig í ungbarnaeftirlitinu. Amma bíður spennt.
Við afi sendum kveðjur og stórt knús.
Þetta lagði Amma Ragna í belginn
12.08.2007 12:10:43
Til hamingju með afmælið um daginn Ragna Björk, þú heldur áfram að verða sætari og sætari.
Þetta lagði Halla í belginn
13.08.2007 08:55:22
Vá hvað þú ert orðin stór;)
Í sambandi við tennur, já, þá byrjaði Tómas að vera pirraður í gómnum 4 mánaða og fyrsta tönnin kom 9 mánaða;)
Þetta lagði Ingunn í belginn
13.08.2007 23:34:17
Þó maður óski henni ekki að vera með kláða í gómnum í langan tíma, þá værum við alveg sátt þó það væru enn nokkrir mánuðir í fyrstu tönnina... ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn