Ég veit að ég hef verið að bregðast lesendum allsvakalega þessa vikuna. Vikuskammturinn af myndum, sem vanalega kemur inn á sunnudegi (og stundum jafnvel strax á laugardeginum!) kemur nú loksins inn... á miðvikudagskvöldi! Þetta er vonandi ekki byrjunin á einhverju meiriháttar kæruleysi... hugsið ykkur bara ef það kæmu nú bara myndir mánaðarlega... ;)
En það eru smá skaðabætur, myndirnar eru nefnilega nokkuð margar og fleiri en vanalega. Það er reyndar líka ástæðan fyrir því að ég var svona lengi að koma mér að því að velja úr myndir til að setja inn, en o jæja... :) Ég á eftir að skrifa við herlegheitin, sé til hvort ég næ því í kvöld.
Enginn hefur lagt orð í belg!