mynd
 
Ragna Björk


Tennur spretta

Við tókum eftir því á miðvikudagskvöldið að efri gómurinn í Rögnu Björk var bólginn og það mótaði skýrt og greinilega fyrir tönnum. Hún svaf líka mjög illa aðfararnætur fimmtudags og föstudags enda fylgir tanntökunni núna leiðinda nefkvef.

Í morgun var önnur þeirra búin að brjótast í gegn svo það heyrðist klink þegar bankað var með skeið, og eftir síðdegisblundinn var sú síðari komin í gegn líka :) Tennurnar eru því samtals orðnar fjórar. Nú bíðum við bara spennt eftir að þær færist neðar og fari að sjást almennilega.


Leggja orð í belg
2 hafa lagt orð í belg
17.12.2007 20:44:07
Til hamingju með tönnslurnar dúlla :)
Þetta lagði Margrét Arna og Nína Rakel í belginn
17.12.2007 23:21:08
Við mæðgur höfum nefnilega verið duglegar að hlusta á jólalögin undanfarið og í safninu okkar er meðal annars lagið "All I Want For Christmas Is My Two Front Teeth". Hefur greinilega haft áhrif... ;) hehe
Þetta lagði Sigurrós í belginn