mynd
 
Ragna Björk


10 mánaða í dag

Enn einn "afmælisdagurinn" runninn upp og Ragna Björk orðin 10 mánaða gömul :) Hún dafnar vel enda heilmikið matargat sem elskar að borða. Það er ekkert (nema brokkolí) sem henni finnst vont svo að það er virkilega gaman að gefa henni að borða.

Henni finnst gaman að sýna hvað hún getur og klappar og vinkar eftir pöntun. Einnig sýnir hún okkur reglulega hvað hún er stór og kallar inn á milli báða foreldra sína "mömmu". Hún skríður áfram og nær í það sem hún ætlar sér, er farin að standa sjálf upp við allt sem hún kemst í tæri við og labbar meðfram húsgögnum.

Tennurnar eru nú orðnar fjórar en framtennurnar tvær í efri gómi komu þann 15. desember s.l.

10man.jpg


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
10.01.2008 21:21:56
10 mánaða.
Ætli amma Ragna verði ekki fyrst til að skrifa í gestabókina og óska þér til hamingju með daginn elsku duglega, glaða nafna mín. Nú eru bara tveir mánuðir í stóra daginn þegar þú færð tertu með einu kerti. Þú verður að fara að æfa þig að blása.
Kær kveðja frá okkur afa Hauk.
Þetta lagði Amma Ragna í belginn
10.01.2008 22:02:46
Þú verður að læra að borða brokkolí unga dama! Spurðu bara mömmu þína!
Þetta lagði Rakel í belginn
21.01.2008 09:43:35
Þú ert orðin ekkert smá dugleg að standa alveg sjálf! Hlakka til að sjá þig vonandi í vikunni :)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn