mynd
 
Ragna Björk


Fyrstu skrefin komin

Ég hef kannski ekki verið nógu dugleg að segja frá uppátækjum dótturinnar hér í fréttahlutanum. Ég minni ykkur að kíkja á myndböndin og á afrekin en þar hef ég kannski sagt frá einhverju sem hefur alveg gleymst að koma með hér.

Ég má þó til með að bæta úr þessu núna og láta ykkur vita að Ragna Björk er búin að taka fyrstu skrefin :) Hún er fyrir nokkru farin að ganga sjálf meðfram öllu sem hún getur reist sig upp við og síðustu vikur og daga hefur hún verið að safna kjarki til að taka fyrstu skrefin. Hún lét loks verða af því í gær og í fyrstu atlögu kom eitt skref og í næstu tilraun aðeins síðar urðu þau tvö. Ég fékk hana til að endurtaka leikinn í dag svo að ég gæti sett inn smá myndband. Enn eru skrefin aðeins u.þ.b. tvö og ef ég reyndi að fá hana til að koma lengri vegalengd lét hún sig pomsa á rassinn, svona til að vera alveg örugg ;) En ég er auðvitað alveg ofsalega stolt og ánægð, eins og af öllu sem stúlkan tekur sér fyrir hendur (og í þessu tilviki fætur!).


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
13.02.2008 22:52:24
Nú byrjar djammið! :)
Þetta lagði Rakel í belginn
14.02.2008 10:07:48
Flott hjá henni - hún hefur greinilega ekki erft hræðslugenin eins og aðrir sem ég veit um í þessari ætt;) hehe

Nú komist þið foreldrarnir í gott form!!!
Þetta lagði Ingunn í belginn
14.02.2008 14:07:53
Hræðslugenin eru vissulega til staðar, en virðast aðeins tengjast háværum raftækjum svo sem ryksugum, hárþurrkum, matvinnsluvélum o.þ.h. og láta þá sannarlega á sér kræla! ;)
Þetta lagði Sigurrós í belginn
15.02.2008 19:30:11
Dugleg nafna mín og til hamingju. Nu nádi amma ad sjá tig ganga.
Þetta lagði Amma Ragna í belginn