mynd
 
Ragna Björk


Tvær nýjar tennur

tennur_jan08.jpgVið höfum verið að bíða eftir tveimur í tönnum í efri gómi Rögnu Bjarkar frá því rétt eftir áramót. Þá fórum við að sjá móta fyrir hliðarframtönnunum (er ekki alveg með það 100% á tæru hvað þær kallast :)) uppi en þó mamman byrjaði hvern einasta dag í að banka í þær með skeið, heyrðist ekki neitt og þær létu bíða eftir sér. Rögnu Björk fór að leiðast bankið og hætti að hleypa mömmu sinni inn fyrir svo að ekki var lengur tékkað á hverjum degi.

Í dag fannst mér kominn tími til að athuga málið og aldrei þessu vant fékk ég að kíkja í munninn og banka pínu með skeið. Viti menn, hliðartönnin hægra megin er komin í gegn og segir klonk þegar bankað er með skeiðinni.

Fyrst að aðgangurinn var óskertur datt mér í hug að skoða aðeins niðri og sjá hvort það væri farið að sjást móta fyrir einhverju undir skinninu þar. Og hvað haldið þið, hægri hliðarframtönnin niðri er bara komin þrusuvel í gegn. Hún sést alveg ágætlega og þarf sko ekkert að banka hana með skeið til að vera viss.

Svo að það voru tvær nýjar tennur skráðar inn í dag ;)

Skelli með fréttinni skemmtilegri tannamynd sem tekin var í janúar síðastliðnum. 


Leggja orð í belg
Enginn hefur lagt orð í belg!