mynd
 
Ragna Björk


Gaman að vera til

Ef ég ætla nú að fara að vakna til lífsins með bloggið mitt og vera dugleg að skrifa fréttir af heimilisfólkinu, þá er auðvitað ekki hægt að vanrækja síðu prinsessunnar!

skor.jpg

Það er eitt sem vekur furðu okkar þessa dagana og það er gríðarlegur áhugi dóttur okkar á skóm! Aðalfjörið þessa dagana er að fara fram í fatahengi og ná í skóna á skóhillunni og drösla þeim út um alla íbúð. Á leið minni úr tölvuherberginu yfir í stofu í gærkvöldi týndi ég upp eitt skópar Rögnu Bjarkar, stígvélin hennar, inniskóna mína og annan brúðarskóinn minn. Nýju stígvélin hennar sem hún fékk í sumargjöf eru samt toppurinn, þau virðist hún alveg dýrka. Við skiljum eiginlega ekki hvaðan þessi áhugi kemur því hvorki mér né Jóa finnst gaman að pæla í skóm eða kaupa skó. Og hún hefur aðeins tvisvar eða þrisvar á ævinni hitt Theó, svo að ekki hefur hún smitast af gríííðarlegum skóáhuga hennar. Þetta er eiginlega bara alveg stórdularfullt ;)

Áttunda tönnin fannst nú í vikunni og ég er hæstánægð með það, enda ekki hægt að ganga um með oddatölu á tönnunum! Þetta verður að sjálfsögðu að vera í pörum svo að það sé nú allt symmetríst og fínt ;) Ragna Björk hefur ósköp lítið leyft mér að vera að kíkja upp í sig til að skoða tennur eða annað svo að það var bara heppni að þessi fannst á byrjunarstigi svo að hægt væri að skrá hana samviskusamlega niður. Ég eiginlega skil varla hvernig vinkonur mínar í mömmuklúbbnum fara að því að sjá að þeirra börn séu að fá jaxla... fáið þið virkilega að kíkja svona lengi og svona langt upp í munninn á ykkar krílum? ;)

Ég fór í útréttingaleiðangur í dag til að kaupa myrkvunargluggatjöld fyrir gluggann á herbergi Rögnu Bjarkar. Við tókum niður rimlagardínurnar sem voru þar til að þvo þær og fannst þær eitthvað svo ógeðslegar og leiðinlegar að ég ákvað að kaupa rúllugardínu í staðinn, og hafa það þá myrkvunargluggatjöld svona til að tryggja okkur foreldrunum sæmilegan svefn þegar sumra fer og sólin skín allan sólarhringinn. Ég fékk fínar gardínur í IKEA og hefði keypt líka fyrir svefnherbergisgluggann okkar nema hvað að rétta stærðin var ekki til, en er á leiðinni til landsins eftir 2-3 vikur. Fyrsta skipti sem ég lendi í því hjá IKEA að eitthvað sé ekki til...eða þannig! En ég fann fleira sniðugt í útréttingunum. Í Toys´r´us fann ég loksins lítinn svampstól eins og ég er búin að vera að leita að handa Rögnu Björk. Okkur langaði svo að hún fengi kósí stól til að sitja í þegar hún væri að kíkja í bók eða horfa á Baby TV. Ég fór beint í Rúmfatalagerinn um daginn til að kaupa svona stól en þeir höfðu þá gufað upp og virtust ekki fást á neinum öðrum stað heldur. En Toys´r´us reyndist bjargvætturinn í dag og Ragna Björk er hæstánægð með Bangsímon-stólinn sinn.

stoll.jpg

 

 


Leggja orð í belg
4 hafa lagt orð í belg
29.04.2008 13:30:20
Flott í "Lazy girl" stólnum sínum! Mér sýnist hann meira að segja mun stöðugri en stólarnir sem fást í Rúmfatalagernum! :)
Þetta lagði Rakel í belginn
30.04.2008 23:12:20
Mín kann nú aldeilis að láta fara vel um sig. Hvílíkt afslöppuð með pelann sinn og krosslagða fætur.
Amma sendir knús og koss.
Þetta lagði Amma Ragna í belginn
05.05.2008 07:26:46
Híhí mér líst vel á þetta nýja áhugamál hjá skvísunni ;).
Þetta lagði Theó í belginn
05.05.2008 12:26:38
Flott í nýju stígvélunum :)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn