mynd
 
Ragna Björk


Fyrsta tönnin

Eins og ég nefndi um daginn, hefur okkur grunað undanfarið að fyrsta tönnin væri á leiðinni. Grunurinn var líklega réttur því fyrsta tönnin virðist nú vera komin, vinstri framtönn í neðri góm :) Það sést bara lítillega í hana en þegar við strjúkum yfir þá finnum við greinilega fyrir einhverju oddhvössu og þegar dúmpað er létt á góminn með málmskeið heyrist KLINK KLINK. Held samt að ég verði að bíða aðeins áður en ég get náð almennilegri mynd af nýju tönninni, hún er á þessu stigi málsins bara rétt að klára að skríða upp úr gómnum.

Svo sýnist okkur móta fyrir hinni framtönninni líka en ætlum að tékka betur á því á morgun eða hinn áður en við skráum hana formlega mætta líka.

Ragna Björk byrjaði að fá graut í fyrsta skipti núna á miðvikudaginn og hefur greinilega bara ákveðið að drífa í að fá tennur til að geta farið að tyggja girnilegan mat ;) Það er þá óskandi að henni fari að líða aðeins betur. Hún hefur reyndar ekki verið neitt alveg sárþjáð yfir þessari tanntöku, en er þó búin að taka öðru hvoru óhuggandi grátköst, blundir hafa verið styttri og hún hefur þurft að vera meira í fanginu á okkur.


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
18.08.2007 20:26:53
Vá dugleg :) Alveg greinilega tilbúin að fá að borða!
Þetta lagði Margrét Arna í belginn