mynd
 
Ragna Björk


Gengið út í eitt!

Það er alveg hreint magnað að sjá hvað það geta verið miklar framfarir frá einum degi til annars hjá þessum litlu krílum sem eru að drífa sig að læra að vera fullorðin. Við sögðum frá því í gær að hún væri sífellt duglegri að labba meira og meira, en í dag er hún alveg farin að ganga. Hún pomsar jú ennþá á rassinn inn á milli en gengur óhrædd á milli herbergja vænar vegalengdir og skemmtir sér konunglega yfir nýja frelsinu. Við tókum smá video af henni þegar hún var háttuð í kvöld og komin í náttfötin og það má sjá undir tenglinum hér fyrr í fréttinni.

Leggja orð í belg
5 hafa lagt orð í belg
02.03.2008 22:33:25
Til hamingju elsku nafna mín ad vera svona dugleg ad ganga. Vid erum búin ad horfa á myndbandid aftur og aftur.
Knús og kossar fylgja hér med.
Þetta lagði Amma Ragna og afi Haukur í belginn
02.03.2008 23:18:36
Alltaf jafn yndislegt að fylgjast með börnum taka fyrstu skrefin! Minnir pínulítið á ævintýrið um Gosa...!
Þetta lagði Rakel í belginn
03.03.2008 19:40:07
Flottust! Hún verður farin að hlaupa í næstu viku þegar við hittumst :)
Þetta lagði Margrét Arna í belginn
03.03.2008 20:19:21
Flott hjá henni;) Tómas ákvað á föstudaginn að byrja að labba... er ennþá frekar ragur heima við því hér er gólfið ekki slétt (brekkur og bungur og allt). En það var nú gott að hann lét Rögnu ekki byrja á undan sér, þó það væri sami tíminn;) hehe
Þetta lagði Ingunn í belginn
05.03.2008 11:38:23
Æææ hvað þetta er hrikalega krúttlegt!! Er ekkert hissa á að daman sé stolt af sér...nú bíður hennar sko heill heimur af ævintýrum!
Þetta lagði Halla og Daníel Snær í belginn