mynd
 
Ragna Björk


5 mánaða skoðun og sprauta

Við fórum með Rögnu Björk í ungbarnaeftirlitið í morgun. Það er komnir tveir mánuðir frá síðustu skoðun svo að það var spenningur í að sjá hvað hún hefði stækkað. Hún er ennþá að halda sig rétt fyrir ofan kúrfu og er nú orðin slétt 7,5 kg og 65,7 cm. Við erum hæstánægð með þetta hjá henni.

Hún fékk einnig bólusetningarsprautu í dag og ég vonaði að það myndi ganga jafnvel og síðast en hún grét bara í augnablik yfir fyrstu sprautunni sinni og svo var það búið. Það er ágætt að ég var alla vega ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu, því í þetta skiptið tók hún ekki einu sinni eftir því að hún hefði verið sprautuð og grét ekki neitt. Ég sýndi henni einhverja sniðugu dúkku sem heilsugæslan á meðan sprautan kom og hún kipptist ekki einu sinni við. Hún einfaldlega tók ekki eftir þessu. Hún er svo dugleg :)

Núna seinni partinn er hún hins vegar búin að vera svolítið pirruð og vill aðallega vera hjá okkur svo að sprautan hefur kannski haft einhver áhrif. En það lagast vonandi á morgun. 


Leggja orð í belg
3 hafa lagt orð í belg
13.08.2007 22:07:01
Þá er hún greinilega hugaðri en Kári frændi í sambandi við sprautur. Læt mig hafa það en reyni alltaf að hugsa um eitthvað annað og finn ALLTAF fyrir þeim samt :P
Þetta lagði Kári í belginn
13.08.2007 23:23:48
Heppin!
Ég hélt að það væri ekki hægt að finna ekki fyrir sprautumstungum!!

Frétti líka nýverið að það væri bara hræðilega vont að vera stungin af geitungi.

Mér er bæði illa við sprautur og geitunga!!!
Þetta lagði Rakel í belginn
14.08.2007 14:22:46
Jamm það er ekki fallegt að sjá geitung stinga 6 ára barn í litla putta. Broddurinn fór næstum því í gegnum puttann. Maður sá oddinn ýta á húðina hinu megin á puttanum. En það á alls ekki að hrista hendina. Þá fara þeir á ið og reyna að valda meiri skemmdum og gera illt verra. Bara taka það rólega og fjarlæga þá og broddinn.
Þetta lagði Kári í belginn