mynd
 
Ragna Björk


Tennurnar tvær

Ragna Björk er nú komin með tvær tennur í neðri góm. Okkur sýndist strax glitta í aðra tönn við hlið þessarar fyrstu sem kom um daginn og í byrjun vikunnar fórum við að finna aðeins fyrir henni líka þegar við þreifum góminn. Þetta er samt bara rétt toppurinn á tönnunum sem stendur upp úr svo að þær sjást ekkert almennilega ennþá þegar hún brosir. Ég bíð spennt eftir því, sé alveg fyrir mér að prakkarabrosið hennar verði enn fyndnara þegar tvær litlar tennur standa upp úr neðri gómnum :)

Hins vegar fannst mér ekki alveg jafnsætt þegar hún tók upp á því að bíta mig þegar ég var að gefa henni í dag. Mér hefur fundist síðustu daga að ég finni stundum örlítið fyrir tönnunum. Það fór hins vegar ekkert á milli mála í dag þegar hún læsti saman báðum gómum og reyndi að sökkva pínulitlu tönnsunum í mömmu sína. Ég fylgdi ráðleggingum mér fróðari kvenna og byrsti mig smá og tók hana af brjóstinu. Vonandi að hún læri fljótt að þetta sé bannað, þetta var ekki það allra þægilegasta...


Leggja orð í belg
1 hefur lagt orð í belg
27.08.2007 14:10:51
Halló Ragna Björk tönnslukona!

Til hamingju með tennurnar tvær:)Já það er vissara fyrir þig að bíta mömmuna þína ekki of mikið.... Mamma mín þurfti ekki nema tvisvar að byrsta sig á mig og þá hætti ég þessu narti bara. Annars hefði verið möguleiki á því að ég hefði bara hætt að fá sjússana mína!!
Verðum endilega að fara að kíkja í heimsókn til ykkar.

Kveðja Laufey Halla og mamman..
Þetta lagði Helga og Laufey Halla í belginn